Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarhetjur Keflvíkinga heiðraðar
Þriðjudagur 10. október 2017 kl. 14:55

Bikarhetjur Keflvíkinga heiðraðar

-Þeir höfðu góðar fyrirmyndir en fengu líka óvænta en góða þjálfun frá Júgóslava. Kynslóðin sem vann bikartitla Keflavíkur 1997, 2004 og 2006 kvödd með heiðursleik

Keflvíkingar sem hafa verið í eldlínunni með knattspyrnuliði félagins undanfarna tvo áratugi voru heiðraðir á Nettó-vellinum nýlega en þá fór fram heiðursleikur þeim til handa gegn úrvalsliði Baldurs Sigurðssonar sem lék með Keflavík í nokkur ár. Um fjögurhundruð ungmenni sem voru sérstakir gestir á leiknum klöppuðu þessum goðsögnum, sem nú eru flestar búnar að leggja skóna á hilluna, lof í lófa. Nær öruggt er hægt að telja að í þeim hópi séu leikmenn sem eiga eftir að taka við keflinu fyrir Keflavík í framtíðinni.
Sjónvarp Víkurfrétta mætti á Nettó-völlinn og ræddi við þjálfara og leikmenn sem hafa verið í eldlínunni með Keflavík síðustu tvo áratugi.

Samantektin með texta, mörgum ljósmyndum og sjónvarpsviðtölum er að finna í VefTímariti Víkurfrétta. Smellið hér til að sjá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024