Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikargleði í Grindavík
Grindvíkingar fögnuðu bikartitli í 11. flokki karla eftir sigur gegn Breiðablik.
Mánudagur 10. mars 2014 kl. 08:19

Bikargleði í Grindavík

Suðurnesjamenn eignuðust fjölda bikarmeistara um helgina

Úrslitin í bikarkeppni yngri flokka í körfubolta fóru fram í Grindavík um helgina með miklum glæsibrag. Að venju voru Suðurnesjaliðin að berjast um flesta þá bikartitla sem í boði voru og sóttu þá nokkra. Leikirnir voru allir sýndir á SportTV sem verður að teljast glæsilegt framtak.

Suðurnesjamenn eignuðust fjölda bikarmeistara um helgina, en alls fimm lið unnu bikar að þessu sinni. Hér að neðan má sjá myndir og umfjöllun frá Karfan.is sem var í Grindavík og fylgdist með herlegheitunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Unglingaflokkur Keflavíkur urðu bikarmeistarar eftir spennandi sigur gegn Haukum. Sjá umfjöllun.

10. flokkur Njarðvíkinga varð bikarmeistari eftir sigur gegn grönnum sínum í Keflavík. Sjá umfjöllun.

9. flokkur kvenna hjá Keflvíkingum. Þær unnu sigur gegn Hrunamönnum. Sjá umfjöllun.

Stúlknaflokkur Keflavíkur vann sigur gegn Haukum. Sjá umfjöllun.

Grindvíkingar fögnuðu bikartitli í 11. flokki karla eftir sigur gegn Breiðablik. Sjá umfjöllun.