Bikardraumurinn úti hjá Keflvíkingum
Það er ljóst að Suðurnesjakonur munu ekki leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfubolta þetta árið. Keflvíkingar sem voru síðasta Suðurnesjaliðið í keppninni, töpuðu fyrir Haukum á heimavelli í kvöld í undanúrslitum. Lokatölur 66-76 fyrir Hafnfirðinga þar sem Lele Hardy lék Keflvíkinga grátt. Hardy var með 26 stig og hvorki fleiri né færri en 29 fráköst í leiknum!
Keflvíkingar leiddu í hálfleik en áttu svo slæman frekar þriðja leikhluta sem kostaði þær líklega sigurinn í kvöld. Þrátt fyrir góðan endasprett dugði það ekki til. Hjá Keflvíkingum var Bryndís Guðmundsdóttir atkvæðamest en hún var með 25 stig og 13 fráköst.
Tölfræðin:
Keflavík-Haukar 66-76
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 25/13 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/6 fráköst, Porsche Landry 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 8/8 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 1, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.