Laugardagur 2. júlí 2011 kl. 10:52
Bikardraumur Grindavíkur úti
Grindavík er úr leik eftir tap gegn KR-ingum í gær í Valitor-bikar kvenna.
Liðin áttust við í gær í Frostaskjóli og lokatölur urðu 1-0 fyrir KR. Markið kom á 11. mínútu þegar Margrét Þórólfsdóttir skoraði beint úr aukaspyrnu.
Grindvíkingar náðu ekki að svara og bikardraumur þeirra því miður úti.