Bikar á loft
Á laugardaginn var haldið eitt af stærstu fótboltamótum haustsins í Reykjaneshöllinni, Sparisjóðsmótið. Þar voru skráðir um 700 keppendur á aldrinum 8-9 ára.
Strákarnir spiluðu flottan bolta, mikið barist og frábær skemmtun. Keflavík var með 5 lið og það fór nú ekki svo að við gætum landað einum titli, en strákarnir í Meistaradeildinni unnu alla sína leiki og fengu ekki á sig mark, segir í pósti til Víkurfrétta. frá stoltum aðstandanda. Frábært hjá þeim og lyftu þeir bikar á loft, eins og hér sést.
Mótsstjóri var Gunnar Jónsson. Margir höfðu orð á því hve vel honum hefði tekist að halda utan um svona stóran hóp, og þetta væri best skipulagða mót sem þeir hefður farið á.