Bikar- og Íslandsmeistarar Njarðvíkur
Nú á haustmánuðum hefur ungu liði Njarðvíkur í Júdó náð að krækja sér í þrjá stóra titla. Eftir að hafa sigrað á Bikarmeistarmóti Júdósambands Íslands 14 ára og yngri urðu 10 ára og yngri stigahæst á stærsta barnamóti Íslands, Afmælismóti JR og nú um helgina hampaði félagið titlinum „Stigahæsta lið Íslandsmótsins í Brazilian jiu jitsu“ annað árið í röð. Af 15 þyngdar- og aldursflokkum kræktu Njarðvíkingar 10 Íslandsmeistara titla.