Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Big Pete: Spáði Íslendingum sigri fyrir mót
Pétur Orri í viðtali á Ölveri ásamt Tólfumönnum. Hann er jafnan kallaður Big Pete þegar hann klæðist bláu treyjunni.
Þriðjudagur 28. júní 2016 kl. 13:30

Big Pete: Spáði Íslendingum sigri fyrir mót

„You can print that“ segir Keflvíkingurinn Pétur Orri Gíslason

Keflvíkingurinn Pétur Orri Gíslason er einn af forsprökkum Tólfunnar, stuðningsmannasveitar Íslands í fótboltanum. Hann var tekinn tali í frábæru innslagi um íslenskan fótbolta í sjónvarpsþætti Vice sports áður en mótið hófst í Frakklandi.

Þar var hann spurður að því hvernig Íslendingum ætti eftir að vegna á Evrópumótinu. Pétur dró hvergi undan og spáði Íslendingum sigri á mótinu.

„Við ætlum að herja á meginland Evrópu með stærstu víkingainnrás síðan á 11. öld,“ sagði Pétur án þess að blikna. „Þú mátt birta þetta,“ segir Pétur svo ákveðinn við myndavélina í lokin á þessu stórgóða innslagi eins og sjá má hér að neðan.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.