Big Pete: Spáði Íslendingum sigri fyrir mót
„You can print that“ segir Keflvíkingurinn Pétur Orri Gíslason
This Icelandic fan sums up joy and confidence which propelled his team to Glory. More here https://t.co/hRgRp81Qv7 pic.twitter.com/kFE2u6BsQj
— roger bennett (@rogbennett) June 22, 2016
Keflvíkingurinn Pétur Orri Gíslason er einn af forsprökkum Tólfunnar, stuðningsmannasveitar Íslands í fótboltanum. Hann var tekinn tali í frábæru innslagi um íslenskan fótbolta í sjónvarpsþætti Vice sports áður en mótið hófst í Frakklandi.
Þar var hann spurður að því hvernig Íslendingum ætti eftir að vegna á Evrópumótinu. Pétur dró hvergi undan og spáði Íslendingum sigri á mótinu.
„Við ætlum að herja á meginland Evrópu með stærstu víkingainnrás síðan á 11. öld,“ sagði Pétur án þess að blikna. „Þú mátt birta þetta,“ segir Pétur svo ákveðinn við myndavélina í lokin á þessu stórgóða innslagi eins og sjá má hér að neðan.
Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.