Besta vann Íslandsmótið

Áhöfnin á BESTA vann fjórar umferðir af þeim fimm sem háðar voru. Skipstjóri er Baldvin Björgvinsson úr Siglingafélagi Reykjavíkur Brokey, aðrir í áhöfn voru Arnþór Ragnarsson, Böðvar Friðriksson, Emil Pétursson, Hafsteinn Ægir Geirsson og Sigurður Óli Guðnason. Í öðru sæti var skútan SIgurborg fyrir Siglingafélagið Ými í Kópavogi en Skegla frá Þyt í Hafnarfirði varð í því þriðja.