Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Best að vera heima“
Ragnar Gerald Albertsson í leik með Hetti á síðasta tímabili
Fimmtudagur 17. september 2015 kl. 16:12

„Best að vera heima“

Ragnar Gerald Albertsson til liðs við Keflvíkinga á ný

Keflvíkingar hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Domino´s deild karla en Ragnar Gerald Albertsson hefur snúið aftur heim frá Egilsstöðum þar sem hann lék með Hetti í 1. deildinni á síðasta tímabili og átti þátt í að tryggja liðinu sæti í Domino´s deildinni í ár.

Ragnar, sem er fjölhæfur leikmaður og þykir fara vel með boltann, getur leyst stöðu bakvarðar og lítils framherja og mun eflaust koma til með að hjálpa Keflvíkingum í vetur en Keflvíkingar duttu út í 8 liða úrslitum síðasta Íslandsmóts gegn Haukum eftir að hafa átt brösótta deildarkeppni þar sem að liðið var í hættu á að missa hreinlega af úrslitakeppninni en bjargaði sér fyrir horn í síðustu umferðunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ragnar hefur ekki skrifað undir hjá Keflavík en félagskipti hans eru komin í gegn og því aðeins formlegheitin eftir. Þegar blaðamaður spurði Ragnar hvað hefði orðið til þess að hann ákvað að taka slaginn með Keflavík en ekki Hetti stóð ekki á svörum hjá kappanum: „Það er best að vera heima“.

Keflvíkingar hefja keppnistímabilið í kvöld þegar liðið leikur gegn Breiðablik í Lengjubikarnum í Smáranum í Kópavogi. 

[email protected]