Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bertolini dæmir leikinn annað kvöld
Miðvikudagur 18. júlí 2007 kl. 17:00

Bertolini dæmir leikinn annað kvöld

Á morgun mætast Keflavík og FC Midtjylland í undankeppni UEFA keppninnar í knattspyrnu og hefst leikurinn kl. 19:15 á Keflavíkurvelli. Dómari leiksins verður Carlo Bertolini en hann er þaulreyndur dómari sem hefur margsinnis verið fjórði dómari hjá Massimo Busacca sem er einn fremsti dómari heims í dag.

 

Knattspyrnudómarinn Magnús Þórisson, sem dæmir fyrir Keflavík hér á Íslandi, hefur þegar tekið á móti dómarahópnum og sagði hann í samtali við Víkurfréttir að sjálfur hefði hann ekki séð Bertolini dæma en að hér væri á ferð maður með mikla reynslu.

 

„Bertolini er um 40 ára gamall og það að hann skuli hafa verið jafn mikið með Busacca að dæma í Meistaradeildinni segir manni að hér sé á ferðinni góður dómari,“ sagði Magnús en hvernig líst honum á möguleika Keflavíkur annað kvöld?

 

„Ég er bjartsýnn á þetta og held að Keflavík vinni í báráttuleik 1-0,“ sagði Magnús.

 

Þess má geta að miðaverð á leikinn annað kvöld er 1.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn en árskort gilda ekki á leiki í Evrópukeppni.

 

KSD Keflavíkur vill vekja athygli á því að í Evrópuleikjum gilda strangar reglur um framkvæmd leiksins og öryggi á leikvöllum. Allir áhorfendur verða að sitja í sætum sínum allan leikinn og stranglega bannað er að fara inn á lokuð svæði á vellinum.  Áhorfendur eru hvattir til að virða þessar reglur og fylgja öllum tilmælum öryggisvarða og vallarþuls enda mega félög eiga von á sektum frá UEFA sé reglum ekki fylgt út í ystu æsar.

 

Mynd: Bertolini við dómgæslustörfin.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024