Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Benóný Einar hlaut gullmerki
Björn Björnsson, þjálfari, Benóný og Valgarður Magnússon, þjálfari.
Þriðjudagur 5. desember 2017 kl. 15:34

Benóný Einar hlaut gullmerki

Benóný Einar Færseth hlaut gullmerki á boxmóti í Hafnarfirði sem fram fór þann 2. desember síðastliðinn, en hann keppir fyrir Hnefaleikafélag Reykjaness.
Gullmerkið er hæsta viðurkenning sem gefin er fyrir diploma hnefaleika. Benóný hefur stefnt að þessu lengi en hann á ekki langt að sækja hæfileikana þar sem pabbi hans, Guðjón Vilhelm, er einn af helstu frumkvöðlum boxhreyfingarinnar á Íslandi. „Ég ætlaðist aldrei til þess að Benóný myndi sækja í hnefaleika, hann ákvað það alveg upp á eigin spýtur,“ segir Guðjón, faðir hans.

Hin ellefu ára gamla Kara Valgarðsdóttir hlaut bronsmerkið eftir þrjár lotur og er núna að safna upp í silfurmerki. Hin fjórtán ára Lovísa Sveinsdóttir er upprennandi boxari og náði góðum árangri um helgina, en hún byrjaði að æfa fyrir þremur mánuðum síðan og er langt komin að safna upp í bronsmerki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024