Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Benis Krasniqi til Keflavíkur
Miðvikudagur 15. maí 2013 kl. 16:07

Benis Krasniqi til Keflavíkur

Keflvíkingar hafa fengið liðstyrk í Pepsi-deildinni í fótbolta á lokadegi félagaskiptagluggans en Benis Krasniqi er genginn í raðir félagsins og kominn með leikheimild. Frá þessu er greint á Visi.

Krasniqi sem er 32 ára varnarmaður frá Kosovo hefur spilað á Íslandi frá því 2009, fyrst með KS/Leiftri og Reyni Sandgerði, en hann hefur verið í herbúðum Hauka undanfarin tvö ár. Hann gæti spilað fyrsta leikinn fyrir Keflavík á morgun þegar liðið sækir nýliða Víkings úr Ólafsvík heim í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024