Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Benedikt tekur við karlaliði Njarðvíkur
Brenton Birmingham, varaformaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, og Kristín Örlygsdóttir, formaður, ásamt Benedikt við undirritun samningsins. Mynd af vef UMFN: Jón Björn – [email protected]
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 30. maí 2021 kl. 17:40

Benedikt tekur við karlaliði Njarðvíkur

„Ætla að hjálpa klúbbnum eins mikið og ég get“

Meistaraflokkur karla Domino's-deildarliðs Njarðvíkur hefur fengið nýjan þjálfara en stjórn körfuknattsleiksdeildar Njarðvíkur hefur ráðið Benedikt Guðmundsson til að taka við þjálfun liðsins, þá mun hann einnig sinna þjálfun yngri flokka félagsins.

Um er að ræða þriggja ára samning milli Benedikts og UMFN en hann var síðast við stjórnvölinn hjá kvennaliði KR og karlamegin var hann síðast hjá liði Þórs á Akureyri. Benedikt gerði KR að Íslandsmeisturum árið 2007 og þá einmitt sigruðu KR feiknasterkt lið Njarðvíkur í úrslitum. Benedikt hefur einnig stýrt liðum Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákshöfn í úrvalsdeildinni.

Á vef UMFN segir Benedikt, sem hefur áður þjálfað í Ljónagryfjunni: „Ég ætla að hjálpa klúbbnum eins mikið og ég get enda leist mér nokkuð vel á þetta þegar Njarðvíkingar höfðu samband. Ég var hér á síðustu öld með yngri flokka og þjálfaði þar marga góða stráka sem ræst hefur ansi vel úr.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristín Örlygsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segist vera ánægð með ráðninguna á vef UMFN: „Við erum að fá öflugan og reyndan þjálfara til starfa í Ljónagryfjunni og erum spennt fyrir samstarfinu við Benna. Við fáum inn nýjan þjálfara og kveðjum fráfarandi þjálfara með þökkum fyrir gott samstarf. Nú skilja þar leiðir og nýr þjálfari tekur við og við óskum Einari Árna og fjölskyldu velfarnaðar á nýjum vettvangi og hlökkum til samstarfsins við Benedikt.”

Lesa má tilkynningu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í heild sinni á vef UMFN: