Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ben Ryan Long til Reynis
Miðvikudagur 18. maí 2011 kl. 14:41

Ben Ryan Long til Reynis

Ben Ryan Long gekk til liðs við Reyni Sandgerði áður en félagaskiptaglugginn lokaði á sunnudag. Fyrir helgi gekk Ben í raðir Keflavíkur en hann stoppaði stutt við þar áður en hann fór í Reyni. Ben þekkir vel til á Suðurnesjunum en hann spilaði með Njarðvíkingum í fyrra og Grindavík sumarið 2009.

Þessi 22 ára gamli Englendingur getur leikið allar stöður á miðunni sem og í bakverði. Í fyrra lék Ben fjórtán leiki í fyrstu deildinni og tvo leiki í VISA-bikarnum með Njarðvíkingum. Ben gæti leikið sinn fyrsta leik með Reyni þegar liðið mætir Dalvík/Reyni á laugardag.

Frétt frá Fótbolta.net.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024