Belgar yfir í hálfleik
Leikur Íslands og Belgíu, U 16 ára, um 13.-16. sætið í A-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik stendur nú yfir.
Mótið fer fram í Leon á Spáni en Belgía og Ísland hafa skipts á því að hafa forystuna í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 38-35 Belgum í vil en þeir gerðu þriggja stiga körfu þegar 3 sekúndur voru til loka annars leikhluta.
Hjörtur Hrafn Einarsson er stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig en Þröstur Jóhannsson er með 7 stig og 7 fráköst. Hjörtur og Þröstur munu síðar í mánuðinum taka þátt í Adidas Superstar Camp í Berlín í Þýskalandi.
Nánar um leikinn síðar…
Mótið fer fram í Leon á Spáni en Belgía og Ísland hafa skipts á því að hafa forystuna í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 38-35 Belgum í vil en þeir gerðu þriggja stiga körfu þegar 3 sekúndur voru til loka annars leikhluta.
Hjörtur Hrafn Einarsson er stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig en Þröstur Jóhannsson er með 7 stig og 7 fráköst. Hjörtur og Þröstur munu síðar í mánuðinum taka þátt í Adidas Superstar Camp í Berlín í Þýskalandi.
Nánar um leikinn síðar…