Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Beinbrot skyggir á góðan árangur Njarðvíkinga
Mánudagur 29. febrúar 2016 kl. 13:41

Beinbrot skyggir á góðan árangur Njarðvíkinga

Slæmt fótbrot á bikarmóti í glímu

Júdódeild UMFN átti góðu gengi að fagna um helgina þegar fram fór Bikarglíma Glímusambands Íslands þrátt fyrir að ljót meiðsli hafi varpað skugga á keppnina. Njarðvíkingar stóðu sig mjög vel þrátt fyrir að vera án Bjarna Darra núverandi Íslandsmeistara í unglingaflokki og Ægis Más sem varð annar í sama flokki. Hinn ungi Halldór Matthías Ingvarsson varð annar í +80kg flokki unglinga, en hann varð einnig annar á Íslandsmótinu á þessu tímabili. Catarina Chainho varð þriðja í -70kg flokki kvenna. Gunnar Gústav Logason varð þriðji í +90kg flokki karla.

Sá leiðinlegi atburður átti sér stað í viðureign í opnum flokki karla,  að Gunnar lendir illa og við það fótbrotnar hann. Sjá má atvikið hér á vefsíðu RÚV. Þetta er mikil blóðtaka fyrir júdódeildina því Gunnar er einn af burðarstoðum hennar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024