Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Beckham gegn Grindvíkingnum Ray
Fimmtudagur 8. desember 2011 kl. 10:23

Beckham gegn Grindvíkingnum Ray



Grindvíkingurinn og knattspyrnumaðurinn Ray Anthony Jónsson var í liði Filippseyja sem tapaði 6-1 gegn bandaríska stórliðinu LA Galaxy í æfingaleik um síðustu helgi. Þar mætti Ray einum af frægustu mönnum veraldar og jafnframt einum besta knattspyrnumanni sem komið hefur fram á sjónarsviðið á síðari árum. Við erum að sjálfsögðu að tala um David Beckham en hann leikur með Galaxy sem var á ferðalagi um Asíu og tóku liðið leik við Ray og félaga. Þessi skemmtilega mynd náðist af köppunum í leiknum.

Ray hefur verið að leika með landsliði Filipseyja um skeið en móðir hans er þaðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024