Bayreuth tapaði heima
Logi Gunnarsson og félagar hans í Bayreuth urðu að játa sig sigraða á heimavelli 70-78 gegn erdgas baskets Jena í suðurriðli þýsku 2. deildar á laugardag.
Jafnt var í hálfleik 36-36 en Jena reyndust sterkari í síðari hálfleik og höfðu sigur. Logi gerði 12 stig í leiknum, gaf 2 stoðsendingar, stal 2 boltum og tók 1 frákast á tæplega 33 mínútum.