Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Barist um toppsætið
Fimmtudagur 6. júlí 2006 kl. 18:22

Barist um toppsætið

Sannkallaður nágrannaslagur fer fram á Sandgerðisvelli í kvöld þegar Reynismenn taka á móti Njarðvíkingum í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 20:00 og það lið sem sigrar nær forystu í deildinni. Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar með 17 stig en Sandgerðingar eru í 2. sæti með 15 stig.

 

„Við þurfum að láta boltann fljóta og spila hratt með grasinu,“ sagði Hafsteinn Rúnar Helgason, leikmaður Reynis, í samtali við Víkurfréttir. „Við þurfum að mæta Njarðvík af hörku og þá gengur þetta upp hjá okkur,“ sagði Hafsteinn en Bjarni Sæmundsson, leikmaður Njarðvíkinga, býst við því að Sandgerðingar verði fastir fyrir á heimavelli. „Þeir ætla sér örugglega að taka þrjú stig heima en við ætlum að halda toppsætinu,“ sagði Bjarni. Sandgerðingar munu leika án nokkurra lykilmanna og þá er óvíst hvort Snorri Már Jónsson geti leikið með Njarðvíkingum þar sem hann meiddist gegn KR í bikarnum.

 

Suðurnesjamenn ættu ekki að láta sig vanta á þennan nágrannaslag í 2. deild þar sem barist verður um toppsætið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024