Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Barist á toppi og á botni
Katla Rún Garðarsdóttir átti góðan leik og skoraði 13 stig í sigri á Blikum. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 5. mars 2020 kl. 10:06

Barist á toppi og á botni

Keflavíkurstúlkur unnu mikilvægan sigur í Domino’s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Breiðablik 68:86. Í sömu umferð tapaði Grindavík fyrir Haukum 77:66.

Hjá Keflavík var Daniela Morillo að vanda atkvæðamest en hún skoraði 19 stig og tók 12 fráköst. Katla Rún Garðarsdóttir skoraði 13 og Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Grindavík var Tania Pierre-Marie með 17 stig og 10 fráköst og Jordan Reynolds einnig með 17. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 16 stig.

Grindavík og Breiðablik berjast um sæti í deildinni en þau eru neðst. Blikar þó með tveimur stigum meira en leikur liðanna í lok deildarkeppni gæti ráðið úrslitum um hvort liðið heldur sér upp.

Keflavík er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina við Skallagrím og Hauka. síðustu leikirnir munu skera úr um hvaða tvö af þeim liðum komast í hana.