Barist á Ásbrú á morgun
Bardagakapparnir Helgi Rafn Guðmundsson og Björn Lúkas Haraldsson hyggjast keppa á Scandinavian Open í brazilian jiu jitsu í lok október en báðir eru þeir Suðurnesjamenn. Til að styrkja ferðina ætla þeir félagar að halda styrktarmót í BJJ/Judo/grappling í íþróttahúsinu á Ásbrú á morgun, laugardaginn 15. október. Keppnisgjald í mótið er 1.000 krónur en frjáls framlög eru líka vel þegin og á staðnum verða svo seldar samlokur, próteinbar og próteindrykki.
Keppt verður í flokkum, 8 ára og eldri og skipt upp í jafna flokka eftir þátttöku. Allir fá að lágmarki 2 glímur.
Í lokin verður hægt að taka aukaglímur, áskorendaglímur ofl ef keppendur vilja.
Keppt verður í bæði gi (judogalla) og nogi (án galla).
Líkleg aldursskipting verður 8-12 ára, 13-16 ára og 17 ára og eldri, en fer þó eftir þátttöku. Mótið byrjar klukkan 14:30 en æskileg mæting er klukkan 14:00.
Senda skal skráningu á [email protected] með nafni, aldri og þyngd.