Bardagalistir á Bakkalág
Sigursælir taekwondokappar Keflvíkinga sýna listir sínar
Teakwondo deild Keflavíkur stóð fyrir árlegri sýningu sinni á Ljósanótt. Hópur af ungu og efnilegu teakwondofólki lék listir sýnar á hátíðarsviðinu við Bakkalág þar sem fjölmargir gestir fylgdust með. Myndband frá sýningunni má sjá hér að neðan þar sem m.a. voru brotnar viðar- og steinplötur í glæsilegu lokatriði.