Baráttuleikur í Garðabænum
Nóg verður um að vera í fótboltanum hjá Suðurnesjaliðunum í kvöld og ber þá helst að nefna viðureign Stjörnunnar og Keflavíkurkvenna á Stjörnuvelli í Garðabæ í kvöld. Liðin börðust hart um 4. sætið í Landsbankadeild kvenna á síðustu leiktíð en Stjörnukonur náðu sætinu á lokasprettinum. Keflavík er efst í deildinni eftir 1. umferð eftir 7-0 stórsigur á Þór/KA í fyrsta leik.
Njarðvíkingar mæta Víking frá Ólafsvík í 1. deild karla og hefst sá leikur kl. 20:00 á Ólafsvíkurvelli. Viðismenn mæta Kára á Akranesvelli í 3. deildinni og GG tekur á móti Augnablik á Grindavíkurvelli. Báðir leikirnir hefjast kl. 20:00.
GRV konur freista þess að fylgja eftir góðri byrjun í 1. deild kvenna en þær lögðu Hauka 2-0 í fyrstu umferð. GRV mætir KFR/Ægi á Þorlákshafnarvelli kl. 20:00.