Baráttan um toppsætið í algleymingi
Grindavík og Keflavík mætast í sinni síðustu deildarviðureign fyrir úrslitakeppni í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Grindavík og er báðum liðum mjög þýðingarmikill en Suðurnesjaliðin berjast nú hart um deildarmeistaratitilinn og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.
Keflavík hefur 32 stig á toppi deildarinnar en Grindavík getur með sigri í kvöld jafnað Keflavík á toppnum. Keflvíkingar hafa mun betur í innbyrðisviðureignum og ætli Grindavík sér að verða deildarmeistari verða þær að landa fleiri stigum en Keflavík því Keflvíkingar hafa 53 stigum betur í innbyrðisviðureignum.
Deildarviðureignir liðanna í ár:
Keflavík 103-71 Grindavík
UMFG 92-90 Keflavík
Keflavík 95-72 Grindavík
Aðrir leikir kvöldsins í Iceland Express deild kvenna:
Haukar-Valur kl. 19:15
KR-Fjölnir kl. 20:00
VF-Mynd/ [email protected] - Petrúnella Skúladóttir sækir að körfu Keflavíkur í Röstinni í undanúrslitum Lýsingarbikarsins þar sem Grindavík sló Keflavík út úr keppninni.