Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Baráttan í Pepsi-deildinni heldur áfram í kvöld
Fimmtudagur 5. ágúst 2010 kl. 08:51

Baráttan í Pepsi-deildinni heldur áfram í kvöld


Leikið verður í Pepsideildinni í kvöld eftir smá hlé en þá mæta Keflvíkingar Fylkismönnum í Árbænum. Fyrir umferðina er Keflavík í 4.-5. sæti deildarinnar með 20 stig en Fylkismenn eru í 9. sætinu með 15 stig.

Nú þegar þrettán umferðum er lokið í deildinni eru ekki mörg stig sem skilja liðin að og því er hver leikur mikilvægur. Íslandsmótið er nú rétt rúmlega hálfnað. Keflavík og Fylkir mættust í fjórðu umferð deildarinnar í sumar. Leikurinn fór fram á Njarðtaksvellinum í Njarðvík þar sem Keflavíkur fór með sigur af hólmi, 2-1.

Grindavík tekur á móti Fram en báðir þessir leikir hefjast kl. 19:15. Fram er í 4.-5. sæti deildarinnar eins og Keflavík með 20 stig. Grindavík er í 10. sæti eða þriðja neðsta sætinu með 9 stig. Síðasta leik Grindavíkur og Fram lauk með 2-0 sigri Fram en sá leikur fór fram á Laugardalsvelli í maí s.l.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/Sölvi - Baráttan um boltann er oft æði hörð eins og þessi mynd sýnir glögglega.