Baráttan heldur áfram í Dominos deild karla
– 19. umferð Dominos deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum.
	19. umferð Dominos deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum.
	
	Grindvíkingar og Njarðvíkingar verða í eldlínunni en Grindvíkingar leggja land undir fót í Skagafjörðinn en lið Tindastóls hefur verið illviðráðanlegt á heimavelli í vetur og búast má við erfiðum róðri fyrir þá gulklæddu sem hafa verið á mikilli siglingu undanfarið.
	
	Í Ljónagryfjunni mætast Njarðvík og Haukar en leikir þessara liða hafa verið miklir baráttuleikir undanfarin ár. Einungis 2 stig skilja liðin að í 4. og 5. sæti deildarinnar og ljóst að vægi þessa leiks er mikið fyrir bæði lið þar sem heimavallarréttur í úrslitakeppninni er í húfi.
	
	Njarðvíkingar geta komið sér þægilega fyrir í efri hluta deildarinnar með sigri en Grindvíkingar heyja harða baráttu um sæti í úrslitakeppninni.
	
	Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15 en leikur Njarðvíkur og Hauka verður sýndur beint á www.sporttv.is og leikur Tindastóls og Grindavíkur á Tindastóll-TV í gegnum slóð kōrfuknattleiksdeildar Tindastóls.
	
	Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem vettlingi geta vald að mæta á völlinn og styðja sitt lið!

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				