Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bandarískt sundlið sækir sunddeild Keflavíkur heim
Föstudagur 23. apríl 2004 kl. 09:31

Bandarískt sundlið sækir sunddeild Keflavíkur heim

Sunddeild Keflavíkur fékk til sín góða gesti í fyrradag en hana sóttu heim sunddeild Curl Burke frá Bandaríkjunum. Sundkapparnir voru á aldrinum 14 - 18 ára og var tilgangur ferðarinnar skemmtun og afslöppun auk þess að efla tengsl félaganna.

Eftir stutta dýfu í sundlauginni, og vatnsrennibrautinni, var boðið til grillveislu í félagsheimili Keflavíkur en þangað mættu forystumenn íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ auk bæjarstjóra og framkvæmdastjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs.

Farið var með sundfélögin Reykjaneshringinn til að skoða sig um áður en sundlið Curl Burke hélt heim á leið.
Forsvarsmenn sundmanna sögðu heimsóknina mjög jákvæða og skapaði hún góð tengsl milli sundmanna liðanna. Vildu þeir þakka Reykjanesbæ, Hótel Keflavík, Bláa lóninu, SBK, forstöðumanni og starfsfólki sundmiðstöðvarinnar, starfsfólki ferðamannaþjónustu Reykjanesbæjar, ásamt foreldrum og stjórnarfólki í sunddeildunum fyrir þeirra framlag í að gera dvöl sundmanna Curl Burke eftirminnilega, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024