Baldur til Lyn
Baldur Sigurðsson, leikmaður Keflavíkur og U21 árs landsliðs Íslands, er nú til reynslu hjá Lyn í Osló. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Baldur fór til Noregs í gær og verður fram á sunnudag. Ferðin hafði stuttan aðdraganda en norska félagið hafði samband við Keflavík og vildi skoða Baldur við fyrsta tækifæri. Það ætti ekki að væsa um Baldur í Osló því með Lyn leikur Stefán Gíslason, fyrrum leikmaður Keflavíkur. Baldur átti frábært tímabil með bikarmeisturunum og skoraði 4 mörk í deildinni.