Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Baldur og Stefán endurnýjuðu hjá Keflavík
Föstudagur 15. desember 2006 kl. 18:34

Baldur og Stefán endurnýjuðu hjá Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur gerði í dag samninga við 11 leikmenn og hafa aldrei áður í sögu félagsins verið gerðir fleiri samningar við leikmenn á einum og sama deginum.

 

Þeir Baldur Sigurðsson, Stefán Örn Arnarson og Einar Orri Einarsson framlengdu allir samningum sínum við félagið í dag.

 

Baldur samdi við Keflavík til þriggja ára en hann kom nýverið til Íslands eftir viku dvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lyn þar sem Stefán Gíslason leikur. Forsvarsmenn Lyn hafa enn ekki borið víurnar í Baldur en gert er ráð fyrir því að hann fari aftur til Lyn á reynslu strax á nýju ári.

 

Stefán Örn Arnarson framlengdi samning sinn við Keflavík til eins árs og þá skrifaði hinn ungi og efnilegi Einar Orri Einarsson undir nýjan þriggja ára samning við félagið.

 

Aðrir leikmenn sömdu til þriggja ára en þess má geta að Hilmar Trausti frá Haukum samdi við félagið sem og Siglfirðingurinn Sigurbjörn Hafþórsson.

 

Aðrir sem sömdu við Keflavík í dag voru eftirfarandi:

 

Magnús Þórir Matthíasson

Fannar Óli Ólafsson

Ragnar Magnússon

Garðar Eðvaldsson

Bjarki Þór Frímansson

Gísli Örn Gíslason

 

VF-myndir/ [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024