Baldur og Mete í bann
Knattspyrnumennirnir Baldur Sigurðsson og Guðmundur Viðar Meta leika ekki með Keflvíkingum gegn KR í næstu umferð Landsbankadeildarinnar.
Aganefnd KSÍ kom saman í gær og dæmdi fimm leikmenn úr Landsbankadeildinni í bann og þar á meðal voru Guðmundur og Baldur. Guðmundur fær leikbann fyrir samskipti sín við Hjört Hjartarson, leikmann ÍA, í viðureign Keflavíkur og Skagamanna í VISA bikarkeppninni þar sem Keflavík hafði sigur úr býtum 4-3.
Baldur Sigurðsson fékk leikbann fyrir spjaldasöfnun en hann var kominn með fjögur gul spjöld.
Keflvíkingar mæta KR miðvikudaginn 9. ágúst í vesturbænum án Guðmundar og Baldurs og er óhætt að segja að þar sé skarð fyrir skildi.
VF-mynd/ [email protected] – Guðmundur og Baldur í leik gegn Grindavík á þriðjudag. Með þeim á myndinni eru Kenneth Gustafsson og Kofi Dakinah.