Baldur með mark í norska bikarnum
Knattspyrnumaðurinn Baldur Sigurðsson skoraði eitt af mörkum Bryne þegar liðið lagði Nord á útivelli, 4-0, í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær.
Baldur fór á miðri síðustu leiktíð frá Keflavík til Bryne og var það Keflvíkingum nokkur blóðtaka. Hjá Bryne leikur Baldur með danska sóknarmanninum Allan Borgvardt sem gerði garðinn frægan með FH hér á landi.
VF-Mynd/ Úr safni- Baldur í leik með Keflavík gegn FH á síðustu leiktíð.