Baldur á ný með KR
Nokkra athygli vakti í gær að hinn stóri og stæðilegi Baldur Ólafsson var kominn í búning hjá KR en hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarin ár en annað veifið hefur sést til kappans og þá aðallega í leikjum hjá KR B í 2. deildinni. Baldur lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik á þessari leiktíð í gær þegar Njarðvík lagði KR 99-78 í Ljónagryfjunni í fyrsta úrslitaleik liðanna.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sagði í samtali við vefsíðu KR, www.kr.is/karfa að sést hafi eftir síðari deilarleik Njarðvíkur og KR í vetur að þegar miðherjarnir Sola og Fannar lenda í villuvandræðum væri gott að hafa mann eins og Baldur til taks á bekknum, þriðja stóra manninn.
Baldur er 28 ára gamall miðherji og er nú stærsti leikmaður KR-inga rúmir tveir metarar að hæð en Baldur á 70 úrvalsdeildarleiki að baki með KR og hefur alls gert í þeim 514 stig. Baldur kom sterkur inn hjá KR í gær og hafði góðar gætur á Igor Beljanski í Njarðvíkurliðinu og í sókninni átti hann eftirminnilega troðslu þegar hann tróð boltanum af alefli yfir Beljanski og kveikti vel í sínum mönnum sem og öllum KR-ingum í stúkunni. Fannar Ólafsson lenti í villuvandræðum í gær og þá var gott fyrir KR að hafa Baldur á bekknum og er vægt til orða tekið þegar sagt er að baráttan í teignum í þessu úrslitaeinvígi liðanna sé í stærri
Njarðvíkingar hafa þá
Baráttan hjá öðrum leikmönnum liðanna er ekki síðri, glíma Jeb Ivey og
Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudagskvöld og hefst hann kl. 20:00 í DHL-Höllinni í Vesturbænum í Reykjavík.
VF-mynd/ Þorgils Jónsson – [email protected]