Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bailey með stórleik gegn Þór
Mánudagur 17. október 2005 kl. 11:27

Bailey með stórleik gegn Þór

Damon Bailey var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur Grindavíkur á Þór í Iceland Express-deild karla í gær. Lokatölur í leiknum, sem fór fram á Akureyri, voru 90-94 og skoraði Baieley 37 stig og var með afar góða nýtingu á skotum sínum.

Grindvíkingar byrjuðu betur í leiknum, en Þórsarar náðu að jafna fyrir hálfleik þar sem staðan var 53-53. Í síðari hálfleik náðu gestirnir frumkvæðinu og héldu forystunni til loka þrátt fyrir að naum væri.

Aðrir leikmenn sem áttu góða innkomu fyrir Grindavík voru Guðlaugur Eyjólfsson, sem skoraði 17 stig, þar af  fimm 3ja stiga körfur, og eins léku nafnarnir Páll Axel Vilbergsson og Páll Kristinsson vel.

Tölfræði leiksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024