Bætt æfingaaðstaða fyrir Golfklúbb Suðurnesja
Reykjanesbær afhenti Golfklúbbi Suðurnesja (GS) nýja aðstöðu til æfinga í gömlu slökkvistöðinni við hlið Borðtennisfélagsins
GS hafði óskað eftir að fá að nýta hluta slökkvistöðvarinnar sem viðbót við aðstöðuna í Akademíunni en hún er fyrir löngu síðan orðin of lítil til að hægt sé að sinna golfþjálfun yfir vetrarmánuðina.
Ólöf Sveinsdóttir, formaður GS, sagði í viðtali við Víkurfréttir að þessi viðbót væri kærkomið skref í rétta átt en nái þó ekki að uppfylla allar þarfir klúbbsins til uppbyggingar og viðhalds afreksstarfs svo hægt sé leggja stund á afreksgolf allt árið.
„Við getur sett upp um 100 m2 púttflöt í salnum og þrjá bása þar sem hægt verður að slá í net. Þá hefur stjórn GS samþykkt að fjárfesta í nýjum golfhermi sem kemur til viðbótar við eldri hermi sem er í Akademíunni,“ sagði Ólöf.