Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bætist í bakhjarlahóp Keflavíkur
Fimmtudagur 31. maí 2007 kl. 13:21

Bætist í bakhjarlahóp Keflavíkur

Knattspyrnudeild Keflavíkur skrifaði á dögunum undir þrjá styrktarsamninga við fyrirtækin Víkurfréttir, Matarlyst og Kaffi Duus. Skrifað var undir samningana í hálfleik á leik Keflavíkur og HK sem lauk með 4-0 sigri Keflvíkinga í Landsbankadeild karla.

 

Fanný Axelsdóttir frá Matarlyst, Páll Ketilsson frá Víkurfréttum og Sigurbjörn Sigurðsson frá Duus skrifuðu undir samningana ásamt Rúnari V. Arnarsyni, formanni Knattspyrnudeildar Keflavíkur.

 

,,Þetta er vegleg viðbót í okkar góða hóp samstarfsfyrirtækja og við erum hæstánægðir með þessa samninga,” sagði Rúnar í samtali við Víkurfréttir en fyrir skemmstu gerði KSD Keflavíkur einnig samstarfssamninga við SG Bíla, Sumarferðir og Lyfju.

 

VF-mynd/ [email protected]Frá undirritun samstarfssamninganna í K-Húsinu við Hringbraut.

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024