Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bærinn kaupir stúkuna í Grindavík
Þriðjudagur 27. desember 2005 kl. 10:01

Bærinn kaupir stúkuna í Grindavík

Grindavíkurbær hefur fest kaup á stúkunni við knattspyrnuvöllinn í Grindavík, en stúkan var áður í eigu hlutafélagins GK99. Kaupverðið er 23 milljónir, en bæjarstjórn samþykkti kaupin samhljóða fyrr í mánuðinum.

Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að leitað hefði verið til þeirra um að kaupa stúkuna og þeir hefðu gengið að því boði. Stúkan verður rekin eins og aðrar eignir bæjarins, en bærinn á þegar öll önnur mannvirki í kringum völlinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024