„Bæjarvillingar“ stela úr auglýsingaskiltum
Leiðinlegt vandamál virðist komið upp í sambandi við auglýsingaskiltin þar sem íþróttakappleikir eru auglýstir hér í bæ. Þannig er mál með vexti að einhverjir einstaklingar virðast sjá skemmtun í því að stela auglýsingum úr skiltunum og er þetta orðið talsvert vandamál. Íþróttafélögin þurfa því stöðurgt að láta búa til ný og ný skilti sem kostar auðvitað sitt en eins og flestir vita mega þau vart við meiri útgjöldum. Þeir einstaklingar sem gera þetta eru vinsamlegast beðnir að hætta þessu og svo eru vegfarendur einnig beðnir um að fylgjast vel með og láta vita ef þeir sjá einhverja vera að stela auglýsingum.