Bæjarstjórinn tók á móti hetjunum af Special Olympics

 Verðlaunahafarnir okkar frá Alþjóðaleikum Special Olympics komu heim í vikunni eftir að hafa náð glæsilegum árangri í Aþenu á dögunum. Í gær hitti Árni Sigfússson þá Sigurð Guðmundsson, Guðmund Markússon og Jakob Gunnar Lárusson á Kaffitár og óskaði þeim til hamingju með árangurinn á mótinu.
Verðlaunahafarnir okkar frá Alþjóðaleikum Special Olympics komu heim í vikunni eftir að hafa náð glæsilegum árangri í Aþenu á dögunum. Í gær hitti Árni Sigfússson þá Sigurð Guðmundsson, Guðmund Markússon og Jakob Gunnar Lárusson á Kaffitár og óskaði þeim til hamingju með árangurinn á mótinu.
Þeir Sigurður og Guðmundur voru í knattspyrnuliðinu sem hlaut silfurverðlaun á leikunum eftir 2-1 tap gegn Svartfjallalandi í spennandi leik. Þeir sögðust hafa verið óheppnir að tapa leiknum og litlu hefði munað á liðunum.
Jakob Gunnar náði að landa bronsi í langstökki og varð fimmti í 100m hlaupi, sannarlega frábær árangur hjá kappanum.
VF-Myndir: Íþróttamennirnir gæddu sér á kræsingum á Kaffitár í gær ásamt bæjarstjóra Reykjanesbæjar


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				