Bæjarráð vill fá fulltrúa ríkisins í kröfuhafaráð Reykjaneshafnar
„Bæjarráð hefur óskað eftir því að ríkið skipi fulltrúa í kröfuhafaráð Reykjaneshafnar en í því sitja fulltrúar helstu kröfuhafa ásamt okkar teymi. Mjög mikilvægur þáttur í þeim viðræðum snýst um að fá niðurstöðu í hvort ríkið ætlar að koma með fé inn í uppbyggingu Helguvíkur,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar en bæjarráð samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að óska eftir því við ríkið að það skipi fulltrúa í kröfuhafaráð Reykjanesbæjar.
Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gerðu grein fyrir viðræðum við kröfuhafa. Eins og fram hefur komið hafa kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra í mjög langan tíma talað því máli. „Með því að ríkið skipi fulltrúa í kröfuhafaráðið yrðu boðleiðir styttri og upplýsingastreymi til ríkisins betra,“ sagði Kjartan.