Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bæði lið Borðtennisfélags Reykjanesbæjar upp um deild
Lið BR-B sem hefur einnig tryggt sér sæti í 2. deild að ári.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 6. júní 2022 kl. 11:05

Bæði lið Borðtennisfélags Reykjanesbæjar upp um deild

Borðtennisfélag Reykjanesbæjar (BR) tók í vetur í fyrsta sinn þátt í deildarkeppni Borðtennissambands Íslands (BTÍ) en félagið var stofnað á síðasta ári. Árangur félagsins hefur verið framúrskarandi á tímabilinu og sendi BR tvö lið til keppni, BR-A og BR-B.

BR-A varð deildarmeistari í 3. deild og hafði því þegar tryggt sér sæti í 2. deild að ári en BR-B, sem lenti í öðru sæti deildarinnar, átti að leika umspilsleik við lið Samherja, liðinu í fimmta sæti. Lið Samherja mætti ekki til leiks og því leika bæði lið BR í 2. deild á næsta keppnistímabili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í 2. deild eiga því eftirtalin lið keppnisrétt á næsta keppnistímabili: Akur-A, BR-A, BR-B, HK-B, HK-C og KR-B.