Badmintonfólkið er að gera það gott
Um síðustu helgi var Unglingamót í Badminton hjá íþróttafélagi Þórs í Þorlákshöfn. Keppendum frá Badmintondeild Keflavíkur gekk mjög vel og unnu þau til margra verðlauna. Í undir 11ára flokk Snótir einliðaleik fékk Helena Sævarsdóttir gull og Guðrún Jóhannsdóttir silfur. Í undir 11ára flokk Snáðar fékk Bjarni Reyr Guðmundsson gull, í tvíliðaleikundir 13 ára fengu Drífa Þöll Reynisdóttir og Helena Sævarsdóttir gull og Guðrún Jóhannsdóttir og Stefanía B Magnúsdóttir silfur. Í undir 13 ára flokk Tátur fékk Drífa Þ Reynisdóttir gull og í undir 13 ára flokk hnokkar fékk Stefán Jónasson gull í aukaflokk.Í flokki 15-17 ára fékk Sandra Helgadóttir gull í einliðaleik og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir silfur í aukaflokk, Sandra og Bylgja fengu svo gull í tvíliðaleik og Stefanía Kristjánsdóttir Kefl og Margrét Þór silfur. 38 keppendur fóru frá Keflavík á mótið.
Um næstu helgi 1.-3. mars verður Íslandsmeistaramót Unglinga 13-19 ára hér í Reykjanesbæ. Keppt verður í íþróttahúsinu við sunnubraut. Keppendur verða frá öllu landinu u.þ.b. 270 alls. Stendur mótið alla helgina frá morgni til kvölds og eru bæjarbúar hvattir til að koma og fylgjast með. Mun Ellert Eríksson bæjarstjóri setja mótið formlega á laugardagsmorgun kl:9.00.
Um næstu helgi 1.-3. mars verður Íslandsmeistaramót Unglinga 13-19 ára hér í Reykjanesbæ. Keppt verður í íþróttahúsinu við sunnubraut. Keppendur verða frá öllu landinu u.þ.b. 270 alls. Stendur mótið alla helgina frá morgni til kvölds og eru bæjarbúar hvattir til að koma og fylgjast með. Mun Ellert Eríksson bæjarstjóri setja mótið formlega á laugardagsmorgun kl:9.00.