Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 30. október 2002 kl. 16:21

Badmintonfólk úr Keflavík stóð sig vel á Akureyri

Unglingamót TBA var haldið á Akureyri helgina 19-20. október. Fjórir keppendur fóru frá Keflavík og kepptu í U17 ára aldursflokki. Ólafur Jón Jónsson og Hólmsteinn Valdimarsson sigruðu í tvíliðaleik, Ólafur Jón og Þorgerður Jóhannsdóttir hrepptu silfur í tvenddaleik og Sandra Helgadóttir og Stefánía Kristjánsdóttir spiluðu saman í tvíliðaleik og lentu þær í öðru sæti í aukaflokki.

Um helgina verður haldið mót í íþróttahúsinu við Sunnubraut þar sem keppendur úr Keflavík munu án efa láta til sín taka.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024