Badmintonfólk að gera það gott
Það er óhætt að segja að það séu fleirri að gera það gott á Suðurnesjunum en körfubolta- og knattspyrnufólk. Badmintonfólkið er einnig að standa sig vel og um þarsíðustu helgi unnu þau Deildarkeppni BSÍ (B-deild). Um síðustu helgi fór unglingahópurinn svo hamförum á meistaramóti ÍA, Þar sem Ólafur Jón Jónsson vann keppni í einliðaleik, tvíliðaleik og ásamt Þorgerði Jóhannsdóttur varð hann í öðru sæti í tvenndarleik. Þorgerður stóð sig líka vel en hún varð í öðru sæti í einliða- og tvíliðaleik.
Þess má geta að Ólafur Jón vann úrslitaleik mótsins með ótrúlegum yfirburðum 7:0, 7:0 og 7:0. Bæði eru þau í U-15ára landsliði Íslands en Ólafur er einnig í U-17 ára liðinu þó hann sé einungis 14 ára. Það er því greinilegt að hér eru framtíðarstjörnur á ferð sem eflaust eiga eftir að gera það gott.
Þess má geta að Ólafur Jón vann úrslitaleik mótsins með ótrúlegum yfirburðum 7:0, 7:0 og 7:0. Bæði eru þau í U-15ára landsliði Íslands en Ólafur er einnig í U-17 ára liðinu þó hann sé einungis 14 ára. Það er því greinilegt að hér eru framtíðarstjörnur á ferð sem eflaust eiga eftir að gera það gott.