Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

B-liðið skellti Sandgerðingum
Það má finna nokkrar kempur í hóp Njarðvíkinga sem eru að gera það gott í bikarnum.
Sunnudagur 6. desember 2015 kl. 11:30

B-liðið skellti Sandgerðingum

Njarðvíkingar áfram í bikarnum

B-lið Njarðvíkinga gerði sér lítið fyrir og sló Reynismenn út úr Powerade-bikar karla í körfubolta í gær. Leikið var í Sandgerði þar sem Njarðvíkingarnir höfðu 61-69 sigur. Leikurinn var liður í 16-liða úrslitum og eru Njarðvíkingar því komnir í 8-liða úrslitin. Reynismenn leika í 2. deild, á meðan Njarðvíkingar leika í 3. deild.

Styrmir Gauti Fjeldsted sem jafnan ber fyrirliðaband Njarðvíkinga í knattspyrnu, skoraði mest þeirra grænklæddu eða 16 stig. Leikstjórnandinn og þjálfarinn fyrrum, Sverrir Þór Sverrisson skoraði svo 14 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Sandgerðingum var Sævar Eyjólfsson atkvæðamestur með 16 stig á meðan Rúnar Ágúst Pálsson skoraði 11.

Tölfræði leiksins