B-liðið skellti Sandgerðingum
Njarðvíkingar áfram í bikarnum
B-lið Njarðvíkinga gerði sér lítið fyrir og sló Reynismenn út úr Powerade-bikar karla í körfubolta í gær. Leikið var í Sandgerði þar sem Njarðvíkingarnir höfðu 61-69 sigur. Leikurinn var liður í 16-liða úrslitum og eru Njarðvíkingar því komnir í 8-liða úrslitin. Reynismenn leika í 2. deild, á meðan Njarðvíkingar leika í 3. deild.
Styrmir Gauti Fjeldsted sem jafnan ber fyrirliðaband Njarðvíkinga í knattspyrnu, skoraði mest þeirra grænklæddu eða 16 stig. Leikstjórnandinn og þjálfarinn fyrrum, Sverrir Þór Sverrisson skoraði svo 14 stig.
Hjá Sandgerðingum var Sævar Eyjólfsson atkvæðamestur með 16 stig á meðan Rúnar Ágúst Pálsson skoraði 11.
Tölfræði leiksins