Aukin áhersla á yngri flokka
Keflavík endurnýjaði á fimmtudag samninga við Gunnar Magnús Jónsson, sem er yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur, og Elís Kristjánsson, yfirþjálfara stúlknaflokkanna. Sú nýbreytni er í þessum samningum að um fullar stöður er að ræða og Elís mun einnig vera aðstoðarmaður Gunnars. Báðir hafa talsverða menntun í þjálfun og er Keflvíkingum mikill akkur í starfskröftum þeirra.
Þá var Ólafur Pétursson ráðinn sem markmannaþjálfari yngri flokka og Einar Einarsson mun sjá um þjálfum 3. og 8. flokks.
Þessar ráðningar eru liður í aukinni áherslu á starf yngri flokka innan félagsins þar sem sett verða skýr markmið og stefnt að bættum árangri á næstu árum.
Gunnar Magnús sagðist í samtali við Víkurfréttir vera spenntur fyrir framhaldinu og segir að nú verði loks hægt að sinna einstaklingunum betur og jafnframt farið út í markvissari afreksþjálfun.
„Við erum bjartsýnir á fyrir næstu ár. Það er mjög duglegt og gott fólk í foreldrafélaginu og stjórninni og nú verður vonandi hægt að koma á meiri stöðugleika í starfinu, en það er búið að vera svolítið los á því undanfarin ár í þjálfaramálum og öðru.“
Gunnar bætti því einnig við að á næstunni sé einnig stefnt að þvi að efla starf stúlknaflokkanna og fjölga iðkendum umtalsvert.
Þá var einnig tilkynnt formannsskipti í barna- og unglingaráði þar sem Ingólfur Karlsson fer frá og Smári Helgason tekur við. Ingólfur mun þó halda áfram að vinna að ákveðnum sérverkefnum fyrir knattspyrnudeildina.
Þá var Ólafur Pétursson ráðinn sem markmannaþjálfari yngri flokka og Einar Einarsson mun sjá um þjálfum 3. og 8. flokks.
Þessar ráðningar eru liður í aukinni áherslu á starf yngri flokka innan félagsins þar sem sett verða skýr markmið og stefnt að bættum árangri á næstu árum.
Gunnar Magnús sagðist í samtali við Víkurfréttir vera spenntur fyrir framhaldinu og segir að nú verði loks hægt að sinna einstaklingunum betur og jafnframt farið út í markvissari afreksþjálfun.
„Við erum bjartsýnir á fyrir næstu ár. Það er mjög duglegt og gott fólk í foreldrafélaginu og stjórninni og nú verður vonandi hægt að koma á meiri stöðugleika í starfinu, en það er búið að vera svolítið los á því undanfarin ár í þjálfaramálum og öðru.“
Gunnar bætti því einnig við að á næstunni sé einnig stefnt að þvi að efla starf stúlknaflokkanna og fjölga iðkendum umtalsvert.
Þá var einnig tilkynnt formannsskipti í barna- og unglingaráði þar sem Ingólfur Karlsson fer frá og Smári Helgason tekur við. Ingólfur mun þó halda áfram að vinna að ákveðnum sérverkefnum fyrir knattspyrnudeildina.