Augnablikið sem skipti öllu máli - myndir
– Sjáið Bonneau afgreiða KR með ótrúlegum þristi á lokasekúndunum í Ljónagryfjunni
Nú verða sagðar fréttir og það með örfáum myndum. Það var háspenna lífshætta í Ljónagryfjunni í kvöld þegar Njarðvíkingar sigruðu KR með dramatískri tröllvaxinni þriggja stiga körfu þegar tæpar 3 sekúndur voru eftir að þessum öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar. Nánar um leikinn á eftir en hér koma myndirnar sem skipta máli eftir leik kvöldsins.
Tæpar 4 sekúndur eftir þegar þristurinn ríður af hjá Bonneau. Áhorfendur eru sem frosnir í stúkunni.
Bonneau fylgist grannt með boltanum nálgast körfuhringinn. KR-ingur í stúkunni reitir hár sitt...
Sigurþristurinn kominn í gegnum körfuhringinn. 85-84 fyrir Njarðvík. Gríðarlegur fögnuður í Ljónagryfjunni. Það ætlaði allt um koll að keyra...
Njarðvíkurstúkan trylltist af gleði. Heimamenn jöfnuðu einvígið og hafa tryggt annan heimaleik í Ljónagryfjunni. VF-myndir: Hilmar Bragi