Auðvelt hjá Keflvíkingum
Sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu gegn liði Augnabliks í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í fórbolta í dag. Lokatölur urðu 0-5 en strax eftir 16 mínútur var staðan orðin 0-3 fyrir Keflvíkinga. Þeir slökuðu aðeins á klónni en bættu þó við tveimu mörkum áður en yfir lauk. Þeir Theódór Guðni Halldórssson og Magnús Sverrir Þorsteinsson skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og Frans Elvarsson eitt.