Auðveldur sigur Keflvíkinga í Ljónagryfjunni
Eru enn í öðru sæti
Keflvíkingar áttu ekki í teljandi erfiðleikum með granna sína frá Njarðvík og unnu 24 stiga sigur, 49:73, þegar liðin áttust við í Domino’s deild kvenna í körfubolta í gær.
Keflvíkingar nýttu breiddina vel og margir leikmenn fengu góðar mínútur. Stigaskorið dreifðist eftir því en Ariana Moorer var stigahæst með 13 stig. Sigurinn var aldrei í hættu en munurinn var orðinn 17 stig í hálfleik.
Njarðvíkingar voru þarna að leika í fyrsta sinn án Carmen Tyson-Thomas sem dregið hefur vagninn í vetur. María Jónsdóttir steig vel upp og skoraði 17 stig en aðrar voru undir 10 stigum.
Snæfell vann nauman sigur á sama tíma gegn Stjörnunni þannig að Keflvíkingar eru enn í öðru sæti deildarinnar á meðan Njarðvík er í því sjötta.
Njarðvík-Keflavík 49-73 (12-25, 8-12, 12-16, 17-20)
Njarðvík: María Jónsdóttir 17/6 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 8, Björk Gunnarsdótir 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 6/4 fráköst, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 5, Hulda Bergsteinsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/6 fráköst, Svala Sigurðadóttir 1, Heiða Björg Valdimarsdóttir 0/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Alexandra Eva Sverrisdóttir 0.
Keflavík: Ariana Moorer 13/9 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Tinna Björg Gunnarsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 0.