Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Auðveldur sigur Keflvíkinga í Ljónagryfjunni
Fimmtudagur 16. mars 2017 kl. 09:24

Auðveldur sigur Keflvíkinga í Ljónagryfjunni

Eru enn í öðru sæti

Keflvíkingar áttu ekki í teljandi erfiðleikum með granna sína frá Njarðvík og unnu 24 stiga sigur, 49:73, þegar liðin áttust við í Domino’s deild kvenna í körfubolta í gær.

Keflvíkingar nýttu breiddina vel og margir leikmenn fengu góðar mínútur. Stigaskorið dreifðist eftir því en Ariana Moorer var stigahæst með 13 stig. Sigurinn var aldrei í hættu en munurinn var orðinn 17 stig í hálfleik.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Njarðvíkingar voru þarna að leika í fyrsta sinn án Carmen Tyson-Thomas sem dregið hefur vagninn í vetur. María Jónsdóttir steig vel upp og skoraði 17 stig en aðrar voru undir 10 stigum.

Snæfell vann nauman sigur á sama tíma gegn Stjörnunni þannig að Keflvíkingar eru enn í öðru sæti deildarinnar á meðan Njarðvík er í því sjötta.

Njarðvík-Keflavík 49-73 (12-25, 8-12, 12-16, 17-20)

Njarðvík: María Jónsdóttir 17/6 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 8, Björk Gunnarsdótir 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 6/4 fráköst, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 5, Hulda Bergsteinsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/6 fráköst, Svala Sigurðadóttir 1, Heiða Björg Valdimarsdóttir 0/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Alexandra Eva Sverrisdóttir 0.

Keflavík: Ariana Moorer 13/9 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Tinna Björg Gunnarsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 0.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25