Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Auðveldur sigur Keflvíkinga á Þór
Föstudagur 9. janúar 2009 kl. 12:36

Auðveldur sigur Keflvíkinga á Þór

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslandsmeistarar Keflavíkur gerður góða ferð til Akureyrar í gær og unnu Þór sannfærandi, 93:76, í 12. umferð Iceland Express deildar karla í körfuknattleik.  Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur í liði Keflavíkur með 20 stig. Sigurður Þorsteinsson og Vilhjálmur Steinarsson áttu einnig ágætis leik, sem og Jón Nordal. Grindvíkingar töpuðu óvænt fyrir Stjörnunni í Garðabæ, 90:88.

Tólftu umferð í Iceland Express deild karla lýkur í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Njarðvíkingar taka á móti FSu í Ljónagryfjunni og vilja væntanlega rétta úr kútunum eftir 30 stiga ósigur í síðasta leik ársins 2008 þegar Snæfellingar komu í gryfjuna. KR, sem hefur ekki tapað leik þetta keppnistímabilið og trónir á toppi deildarinnar með 22 stig, mætir ÍR-ingum.  Snæfellingar mæta svo á Krókinn í kvöld og leika gegn Tindastólsmönnum.