Auðveldur sigur í ljónagryfjunni
Njarðvíkingar sigruðu Breiðablik 100:82 í 8-liða úrslitum Epson-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld en staðan í hálfleik var 49:35.Það var jafnræði með liðunum til að byrja með en í öðrum leikhluta settu Njarðvíkingar í fluggírinn þar sem Ragnar Ragnarsson fór á kostum og setti niður 16 stig. Ragnar var stigahæstur með 25 stig og næstur kom Halldór Karlsson með 16 stig. Aðrir skoruðu minna.
„Þetta var sannfærandi og auðveldur sigur. Raggi kom okkur á bragðið með góðum leik og skoraði hann 25 stig á um 20 mínútum. Ég er mjög feginn að þessi leikur sé búinn því fyrsti leikurinn er alltaf erfiðastur“, sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkinga þegar hann var spurður út í leikinn.
Ragnar hefur verið að standa sig vel í vetur er ekki gott að hafa svona varamann?
„Já hann hefur átt fínan vetur og verið að koma sterkur inn af bekknum. Nýtingin hjá honum í kvöld var ótrúleg og hann var sá sem kom okkur á bragðið“.
Nú er mikið búið að tala um leikinn á sunnudag þar sem m.a. XXX-Roweilerhundar munu spila, ertu ekkert smeykur fyrir þann leik?
„Nei alls ekki enda erum við ekki að fara að spila við Rotweiler. Það er samt gott hjá þeim að búa til smá stemmningu á leiknum og því fleirri sem áhorfendur verða því betra fyrir okkur enda þekkjum við það að spila fyrir framan fullt hús af fólki“.
„Þetta var sannfærandi og auðveldur sigur. Raggi kom okkur á bragðið með góðum leik og skoraði hann 25 stig á um 20 mínútum. Ég er mjög feginn að þessi leikur sé búinn því fyrsti leikurinn er alltaf erfiðastur“, sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkinga þegar hann var spurður út í leikinn.
Ragnar hefur verið að standa sig vel í vetur er ekki gott að hafa svona varamann?
„Já hann hefur átt fínan vetur og verið að koma sterkur inn af bekknum. Nýtingin hjá honum í kvöld var ótrúleg og hann var sá sem kom okkur á bragðið“.
Nú er mikið búið að tala um leikinn á sunnudag þar sem m.a. XXX-Roweilerhundar munu spila, ertu ekkert smeykur fyrir þann leik?
„Nei alls ekki enda erum við ekki að fara að spila við Rotweiler. Það er samt gott hjá þeim að búa til smá stemmningu á leiknum og því fleirri sem áhorfendur verða því betra fyrir okkur enda þekkjum við það að spila fyrir framan fullt hús af fólki“.